Þriðjudagur 24. maí 2011

Sjálfhverfasta blogg vikunnar: Bumbumyndir! 33 vikur komnar í dag, og við bumban gætum ekki haft það betra. Maggi hinsvegar er á lokasprettinum í ritgerðarskrifum og hress eftir því. 12 dagar í heimferð, og 49 dagar í að bumban tæmist. Eins mikið og ég hlakka til fyrra tilefnisins, þá er ég ekki viss um að ég sé til í að hleypa unga litla út alveg svona fljótt. Það er svo huggulegt að hafa lítinn félaga með sér í skólanum, í strætó, í sófanum, svona til að klappa og pota í. Sérstaklega þegar þessi litli félagi getur ekki verið með hávaða. Ég treysti bara á að það sé satt sem maður heyrir, að síðustu vikurnar verði svo óþægilegar að maður verði til í að gera um það bil hvað sem er til að hætta að vera óléttur. Eins og er finnst mér status quo bara ferlega fínn.

Maggi ljómar af gleði yfir ritgerðarskrifum

Maggi ljómar af gleði yfir ritgerðarskrifum

As promised: Kalkúnabuxur!

As promised: Kalkúnabuxur!

Hin hliðin á kalkúnabuxunum!

Hin hliðin á kalkúnabuxunum!

Bónus: Meiri kalkúnabuxur!

Bónus: Meiri kalkúnabuxur!

7 thoughts on “Þriðjudagur 24. maí 2011

  1. Þær eru æði, segðu Magga það mér sýnist hann eitthvað skrýtinn á svipinn en ég hitti reyndar 1 í hádeginu með voða svipaðan svip. Þeir eru svo sætir þessir bræður.

  2. vá vá vá kalkúnabuxurnar eru geggjaðar!!!!!
    Mér er skapi næst að setja inn mynd af mér þegar ég var komin 33 vikur en mig minnir að ég hafi verið um það bil helmingi stærri! Þú ert svo gullfalleg svona lítil og nett með sætu kúluna þína, en já ég held að þú verðir alveg tilbúin á 42 viku! Ég verð allavega tilbúin í að hitta litla ungan ykkar og get ómögulega beðið lengur en 49 daga í viðbót!!! :) spennt.is

  3. Flott bumba – hlakka til að fá að ýta á unga litla þegar þið komið heim. Þú verður fegin að losna við þungann þegar þar að kemur en það verður líka skrítið að hafa engan bröltandi þarna inni lengur.

  4. Hvernig tengist kalkún þessum buxum sem mér finnst flottar? Spyr ein fávís í Mosó.

    • Félagi minn í menntó sá einhvern tímann stúlku í sérstaklega ljótum buxum og varð á orði “Hvað ætli hafi margir saklausir kalkúnar þurft að deyja til að það væri hægt að gera þessar buxur?”. Síðan þá hafa skræpóttar illa heppnaðar buxur, helst brúnar reyndar, heitið kalkúnabuxur í minni orðbabók.

  5. 20 vikna bumban mín er ekki mikið mini sko. ég get svo svarið það!! ætli ég sé ekki að skjóta skjólshúsi yfir risa!!

  6. Hrefna og Ása, eitthvað held ég að þið séuð að ofmeta eigin bumbustærðir, þið eruð/voruð örugglega ekki nærri eins miklir hlunkar og þið viljið vera láta :) Finnst manni maður sjálfur ekki alltaf eins og flóðhestur og allir aðrir voða nettir og fínir?

Comments are closed.