Föstudagur 27. maí 2011

Ungi litli var metinn sem eintak í sérlega góðu ástandi í mæðraskoðun dagsins, þótt hann hafi verið pirraður út í ljósmóðurina þegar leitað var að hjartslætti. Kalt krem á bumbuna eldsnemma um morguninn og eigin hjartsláttur gegnum hátalarakerfi varð til þess að hann sparkaði svona líka hressilega í ljósmóðurina – sem brá svo mikið að hún hrökk til.

Skil ekki hvaðan drengurinn hefur þetta. Hlýtur að vera úr móðurættinni, faðirinn hefur alltaf verið þekktur sem mikil morgunpersóna. *hóst*