Laugardagur 28. maí 2011

Laugardagur í miðbænum; Unnur þræddi verslanir í leit að fötum á sig og unga litla á meðan Maggi fann kaffihús í ævintýralegum kjallara og vann í ritgerðinni. Unnur fékk að kaupa sér nammi á leiðinni heim, sem virðist hafa verið mistök þar sem hún var greinilega mjög æst af öllum þessum sykri og heimtaði að sýna mér prjónaðar legghlífar á (pirraða) ketti, prjónuð sjöl á (hissa) kjúklinga og annað í þeim dúr. Það hefði svo sem verið allt í lagi ef tímasetningin hefði ekki verið “á meðan Maggi horfir á úrslitaleik Meistaradeildarinnar”.

Er farinn að halda að Unnur sjái fram í tímann og viti hvenær liðin eru alveg að fara að skora, hún var að minnsta kosti ansi nösk á að finna eitthvað nýtt prjónatengt til að deila með mér akkúrat í þann mund þegar fyrstu tvö mörkin komu.

Erfitt líf, erfitt líf.

3 thoughts on “Laugardagur 28. maí 2011

  1. Þetta er ekki tekið út með sældinni. Ég prísa mig bara sæla að vera orðin of sver til að passa með góðu móti í ruslalúguna.

  2. Þið eruð yndi.. en ég kannast við þetta með mörkin, ég er víst alltaf fyrir þegar mark er skorað og stundum held ég að það yrði ekkert skorað ef við værum ekki fyrir.

    • Er það ekki bara málið, við erum bara að tryggja það að eitthvað gerist í þessum leikjum!

Comments are closed.