Sunnudagur 29. maí 2011

Við Wallander þvoðum veggi og hurðir meðan Maggi skrifaði. Ég verð voða glöð þegar hann klárar þessa ritgerð, þó ekki sé nema bara vegna þess að ég er orðin ferlega spennt að sjá restina af Frakklandsmyndunum, sem er víst ekki mikill tími til að vinna samhliða meistararitgerð.

Vika í Ísland og við að verða búin að borða samviskusamlega úr öllum skápum. Í dag tók ég til í frystinum og komst að því að Maggi er búinn að vera að frysta samviskusamlega alla brauðenda sem okkur hafa áskotnast í vetur (samkvæmt mínum útreikningum ekki færri en milljón brauðendar). Ég spurði hann spennt hvað hann ætlaði að gera við þetta safn sitt, en þá yppti hann öxlum og sagði að það mætti henda þessu bara. Ég veit ekki hvað ég á að halda um hann stundum.

2 thoughts on “Sunnudagur 29. maí 2011

  1. Drengurinn er vel uppalinn. Hann hefur vanist því að allir brauðafgangar fara annað hvort í fuglana í garðinum eða hestana.

    • Ég held að hann hafi bara ekki alveg treyst því að námslánin myndu endast fram á sumar, alltaf gott að eiga brauðenda í frystinum ef annað bregst

Comments are closed.