Mánudagur 30. maí 2011

Ég er opinberlega orðin uppiskroppa með pláss, og unginn fær ekki leyfi til að stækka meira nema með því skilyrði að hann teygi ekki úr sér fyrr en eftir fæðingu. Stækka í hnipri bara, það má. Maður hefði náttúrulega átt að sýna smá fyrirhyggju og vera búinn að láta rýma aðeins til, kippa út allskonar kirtlum, einu nýra, og svo botnlanganum (sem var tekinn 2003 en ég hef alltaf grunaðan um að hafa vaxið aftur). Auðvelt að vera vitur eftir á.