Þriðjudagur 31. maí 2011

Magga er að takast að sigra þessa meistararitgerð sína, og ekki seinna vænna því það bíða hans allskonar flutningatengd verkefni sem ég hef ákveðið að ég “treysti mér ekki til” að vinna sjálf. (Patent þessi ólétta stundum.) Það stefnir í að hann klári bara í kvöld eða á morgun, svo það verður vonandi mjög glaður Maggi sem bloggar annað kvöld.

Ég byrjaði í heimaprófi í dag sem stendur fram á föstudag, og hélt uppá það með því að skera mig á skrúfblýanti í töskunni minni í lok síðasta fyrirlestursins. Stoltið var svo sært að ég sagði ekki orð um málið, faldi bara blóðuga hendina inní ermi og átti hjartnæma kveðjustund með bekknum áður en ég fór loksins og læsti mig inná klósetti til að gera að sárum mínum. Ég held það sé ekki til minna töff leið til að fara sér að voða. (Mér sýnist ég muni samt halda hendinni, í þetta sinn.)

Unginn fagnar 34ra vikna þroska í dag, og var myndaður frá ýmsum miður frumlegum sjónarhornum af því tilefni. Hann er mjög sprækur, en aðrir heimilismeðlimir eitthvað minna ferskir í ritgerðar- og prófstússinu.

Maggi ringlaður eftir hálfan sólarhring á bókó

Maggi ringlaður eftir hálfan sólarhring á bókó

Pökkunarbumban framan frá

Pökkunarbumban framan frá

Pökkunarbumban frá hlið

Pökkunarbumban frá hlið

One thought on “Þriðjudagur 31. maí 2011

Comments are closed.