Miðvikudagur 1. júní 2011

Ritgerðinni skilað, lífið er gott. Þriðja lokaritgerðin í háskólaferlinum, merkilegt hvað léttirinn samhliða skilum hefur minnkað frá þeirri fyrstu. Þá var þungu fargi af mér létt, í annari var það komið í meðalstórt spennufall og í þeirri þriðju var þetta eins og að senda venjulegan tölvupóst. Vesen að svo þurfi líka að standa í því að skrifa þessi ósköp, fyrst maður er orðinn svona sjóaður í að senda verkin frá sér fullkláruð.

Fórum út að borða í tilefni dagsins, sjáum til hvort við neyðumst ekki til þess að fá okkur sitt hvorn ísbátinn líka.

3 thoughts on “Miðvikudagur 1. júní 2011

  1. Innilega til hamingju með þennan áfanga, gerið nú eitthvað gott fyrir ykkur, þið eigið það skilið.

    • Ég er ennþá að vesenast í heimaprófinu, svo ég á ekkert gott skilið eins og er :) Ætla samt að reyna að skila í dag, og þá læt ég Magga klappa mér á bakið.

  2. Flott – til hamingju með þetta. Já það er náttúrulega algjör sparðatíningur að þurfa að vera að skrifa eitthvað líka úr því að þið eruð orðin svona sjóuð í að skila og það á réttum tíma.
    Nú fer maður að ryksuga og gera klárt fyrir heimkomuna.
    Hlakka til að fá ykkur “öll” heim.

Comments are closed.