Laugardagur 4. júní 2011

Hvaðan kom allt þetta dót sem er í íbúðinni eiginlega? Þrif og tiltekt leiðir í ljós ótrúlegt magn af fötum og öðru sem við erum löngu hætt að nota en hefur verið að taka upp pláss.
Meira vesenið að pakka, stefnir í ágætis yfirvigt – og það á leiðinni til Íslands! En það er sem betur fer ekki mikið eftir núna, og það styttist í fjölskyldu og vini. Svo ekki sé minnst á sundferðir, ís, allan góða matinn og sumarveð… 10°C lækkun. Hálf kjánalegt að hafa þraukað frostaveturinn mikla í Stokkhólmi til þess eins að fara aftur til Íslands um leið og sólin fer að skína, og hitamælirinn er farinn að sýna 20°C+ alla daga.

3 thoughts on “Laugardagur 4. júní 2011

  1. Ég hlakka þroskaheft mikið til að sjá ykkur með stóran maga. Er það sami sími?

Comments are closed.