Sunnudagur 5. júní 2011

Ferðadagur!! Maggi hamast á ryksugunni, nú er allt að vera hreint og strokið, farangur kominn í töskur og við í startholunum. Skrýtið að fljúga svona seint, maður veit ekkert hvað maður á að gera eiginlega við þennan síðasta dag. Ég held það endi á því að við bara setjum bíómynd í gang þar til er kominn tími á að fara, enda bæði orðin frekar þreytt eftir hamaganginn þessa helgina. Við fórum aðeins yfir strikið í þrifum og skipulagningu, en mig grunar að við verðum þakklát fyrir það þegar við komum heim í haust. Ansi margir ruslapokar fengið að fjúka niður lúguna síðustu daga, merkilegt eiginlega hvað er samt mikið eftir sem þurfti að raða inní geymsluskápinn okkar. Magnaðir tetrishæfileikar Magga eru búnir að koma sér vel.

Ég veit ekkert hvað verður um þetta blogg þegar við erum komin til Íslands. Okkur er búið að finnast ótrúlega skemmtilegt í vetur að geta flett upp aftur í tímann hvað við höfum verið að bralla, svo sennilega reynum við að halda áfram að skrifa eitthvað bara fyrir framtíðarsjálfin okkar, þó allir sem við erum að skrifa fyrir verði nógu nálægt til að fá allar fréttir beint í æð.

2 thoughts on “Sunnudagur 5. júní 2011

  1. Hafið það gott á Íslandinu góða. Ég hlakka til að sjá ykkur þar síðar í sumar. Endilega haldið áfram að blogga, þið eruð svo skemmtilegir skemmtielgir!

  2. ég segi bloggblogg á Íslandi líka … ég nefninlega er ekkert nær ykkur í sumar neitt og fæ engar fréttir í neinar æðar (nema kannski á Facebook) en hugsið ykkur hvað verður gaman að fletta til baka og lesa um nákvæmlega þetta sumar …allar ungafréttirnar og allt (algerlega kalt og hlutlaust mat)

Comments are closed.