Laugardagur 18. júní 2011

36 vikna bumbumyndir voru teknar af því tilefni að við skötuhjúin höfðum okkur sæmilega til í fyrsta sinn síðan um jólin. Ekki annað hægt þegar fagna á útskrift, skírn og giftingu sama daginn, og það á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Ég rak mig á það enn og aftur að ég kann ekkert að gera sparilegt við hárið á mér, og eftir mikið gúgl reyndi ég að fylgja leiðbeiningum rússneskrar mátulega gærulegrar stúlku á jútúb. Ég bar árangurinn undir Magga, sem vildi meina að ég liti út eins og rússnesk gæra. Úberfeil. Ballerínuhnútur var það eina ferðina enn heillin, og ef einhver getur bent mér á auðvelda en sparilega hluti að gera við sítt hár þá eru öll ráð vel þegin í athugasemdakerfinu.

Mamma er farin að kalla mig Keikó. Lái henni hver sem vill.

Mamma er farin að kalla mig Keikó. Lái henni hver sem vill.

Maggi í mesta lagi eins og höfrungur.

Maggi í mesta lagi eins og höfrungur.

Engin rússnesk gæra hér.

Engin rússnesk gæra hér.

17. júní við fánastöngina. Heill sé íslensku þjóðinni.

17. júní við fánastöngina. Heill sé íslensku þjóðinni.

8 thoughts on “Laugardagur 18. júní 2011

  1. Þú ert stórglæsileg að vanda Unnur, og hnúturinn klikkar aldrei. Nú og svo er Maggi ekki sem verstur:)
    Gangi ykkur rosalega vel. Vona að ég nái að hitta ykkur og krílið áður en þið haldið aftur á vit ævintýranna.

  2. ofsa eruð þið fín og sæt!!
    Unnur ég lauma á nokkrum góðum greiðslum:)

  3. mitt ráð er bara að fara í klippingu um leið og ég næ í tagl – þá þarf ég aldrei að hafa áhyggjur af hárinu – bara ekki neitt

    annars finnst mér svona hnútur voða smart … ég sá einhverjar myndir af einhverjum fléttu greiðslum á Pressunni um daginn – góð saga!

Comments are closed.