Fimmtudagur 28. júlí 2011

Maggi er farinn að vinna aftur, og er svo upptekinn við að knúsa ungann sinn á kvöldin að hann hefur engan tíma til að vinna ljósmyndir. Hann lét loks undan hópþrýsingi í gær svo hér er smá skammtur, verst að hann er sá eini sem nennir að taka myndir svo þær eru voða margar af mér og voða fáar af honum. Ég verð að taka mig eitthvað á greinilega.

Af unga er það helst að frétta að hann verður meiri krúttmoli með hverjum deginum, sem tekur greinilega mikið á því hann sefur bara og sefur. Í nótt svaf hann í átta tíma samfleytt, svo nýja mamman er úberfersk í dag. Hann er farinn að horfa töluvert í kringum sig með mikinn gáfusvip (sem reynist reyndar oft hafa verið kúkasvipur, en engu að síður…) og sýna tilburði til að reyna að hafa stjórn á þessum risastóra haus, með misgóðum árangri. Þetta er ægilega ljúft líf hjá okkur.

Sperrtur á spítalanum

Sperrtur á spítalanum

Ferska mamman á spítalanum (leyniplanið mitt um að vera svolítið tilhöfð fyrstu dagana til að vera sæt á myndum var fljótt að gleymast, enda snyrtitaskan ekki tekin upp einu sinni á spítalanum)

Ferska mamman á spítalanum (leyniplanið mitt um að vera svolítið tilhöfð fyrstu dagana til að vera sæt á myndum var fljótt að gleymast, enda snyrtitaskan ekki tekin upp einu sinni á spítalanum)

Guðrún Lilja sýndi litla manninum þá aðdáun sem foreldrunum finnst hann eiga skilið

Guðrún Lilja sýndi litla manninum þá aðdáun sem foreldrunum finnst hann eiga skilið

Nýbökuð amma og afi í heimsókn á Skaganum

Nýbökuð amma og afi í heimsókn á Skaganum

Mæðgin

Mæðgin

Einn í hættu á að finna þumalputtann á sér (mamma hans sleppti ekki þeim gæðagrip fyrr en hún byrjaði í skóla)

Einn í hættu á að finna þumalputtann á sér (mamma hans sleppti ekki þeim gæðagrip fyrr en hún byrjaði í skóla)

Ný amma og langamma mættar að skoða drenginn

Ný amma og langamma mættar að skoða drenginn

Föðurbræður að kynna sig

Föðurbræður að kynna sig

Afastrákur

Afastrákur

Dálítið kát með þetta alltsaman

Dálítið kát með þetta alltsaman

Vakandi og fínn

Vakandi og fínn

Gáfu/kúkasvipur

Gáfu/kúkasvipur

Við amma að ræða við guttann

Við amma að ræða við guttann

Fjórar kynslóðir saman

Fjórar kynslóðir saman

Litlu fæturnir (með plástur því það var nýbúið að pína mann eitthvað)

Litlu fæturnir (með plástur því það var nýbúið að pína mann eitthvað)

Lúrt

Lúrt

Drekkutími á bænum

Drekkutími á bænum

5 thoughts on “Fimmtudagur 28. júlí 2011

  1. Hversu ótrúlega yndislegur er þessi drengur, get ekki beðið eftir að fá að kynnast honum og litli er orðinn spenntur líka :D

  2. ji minn einasti!
    þessi litli ungi er alveg hreint yfirgengilega yndislegur.´
    *hjartaaugu*

  3. þið eruð gullfalleg! Hlakka til að koma knúsa ykkur aftur!

  4. þarft ekki snyrtutöskuna – ert gordjöss, og guttinnn er vel blandaður rosalegur krúttmoli

Comments are closed.