Sunnudagur 31. júlí 2011

Nokkrar myndir, aðallega af fæðingardeildinni.

40 vikna bumba

40 vikna bumba

Myndir af mér teknar eftir 40 vikna meðgöngu eiga það sameiginlegt að ég er fáránlega úfin á þeim öllum. Tók ekki eftir þessu á sínum tíma. Dularfullt.

Myndir af mér teknar eftir 40 vikna meðgöngu eiga það sameiginlegt að ég er fáránlega úfin á þeim öllum. Tók ekki eftir þessu á sínum tíma. Dularfullt.

Max bumba, tekin kvöldið áður en við fórum á spítalann

Max bumba, tekin kvöldið áður en við fórum á spítalann

Á leið útúr dyrunum á fæðingardeildina

Á leið útúr dyrunum á fæðingardeildina

Í biðherberginu á Akranesi, með hljóðbók og hríðir

Í biðherberginu á Akranesi, með hljóðbók og hríðir

Búin að kynnast nýja vini mínum, glaðloftinu. Við bonduðum á núlleinni.

Búin að kynnast nýja vini mínum, glaðloftinu. Við bonduðum á núlleinni.

Ég einbeitti mér allan tímann að því að anda gegnum hríðirnar, og Maggi andaði svo mikið með mér að það leið næstum yfir hann

Ég einbeitti mér allan tímann að því að anda gegnum hríðirnar, og Maggi andaði svo mikið með mér að það leið næstum yfir hann

Hæ glaðloft. Ég elska þig.

Hæ glaðloft. Ég elska þig.

Einbeitta konan

Einbeitta konan

Maggi þurfti að fara í öll fötin sín í fæðingunni því ég vildi hafa alla glugga opna og herbergishitinn var orðinn skuggalega nálægt frostmarki

Maggi þurfti að fara í öll fötin sín í fæðingunni því ég vildi hafa alla glugga opna og herbergishitinn var orðinn skuggalega nálægt frostmarki

Dálítið þreytuleg, rétt áður en mér var rúllað af stað í keisara

Dálítið þreytuleg, rétt áður en mér var rúllað af stað í keisara

Splunkunýr pabbi með splunkunýjan unga

Splunkunýr pabbi með splunkunýjan unga

3 thoughts on “Sunnudagur 31. júlí 2011

  1. Vá en yndislegar myndir! Þú lítur ekkert smá vel út a öllum myndunum Unnur mín. Litli snúðurinn tekur sig líka ótrúlega vel út hjá pabba sínum, þeir eru greinilega góðir saman. Hlakka til að hitta ykkur aftur við tækifæri:)

  2. Ohh, mæ! Síðasta myndin er yndisleg :)
    Annars er ég sammála fyrri ræðumanni, Margréti, þú lítur alveg ótrúlega vel út á öllum myndunum.

Comments are closed.