Þriðjudagur 20. september 2011

Unnur skilaði heimaprófinu sínu í dag og fékk annað í staðinn. Nýja prófið er reyndar óútfyllt og á að skila eftir viku, svo það hljóta að teljast frekar slæm skipti. Við feðgarnir áttum hins vegar náðugan náttfatadag heima í rólegheitunum.

4 thoughts on “Þriðjudagur 20. september 2011

  1. Það væri gaman að sjá mynd af ykkur feðgum í sams konar náttfötum með puttasogsvörn.
    Gott að eitt próf er búið – hvað á að gera í því næsta?

    • Ég myndi segja þér það ef ég vissi það! Við þurfum að flytja kynningar bæði á morgun og hinn sem ég er að undirbúa núna, prófið verður svo tæklað yfir helgina bara…

    • Ég er eiginlega hætt að fíla náttfatadaga. Verð eins og dýr í búri ef ég kemst ekki út heilan dag. Náttfatahálfdagar eru góðir samt :)

Comments are closed.