Miðvikudagur 21. september 2011

Í dag fórum við í fjölskylduferð í Försäkringskassan og Skatteverket til að skrá Sigurð (og Unni) inn í landið. Konan sem aðstoðaði okkur horfði skeptísk á Sigurð og vegabréfið hans til skiptis, var ekki alveg viss um að þetta væri sama barnið (myndin í vegabréfinu er eiginlega alveg hrikaleg og mun að öllum líkindum verða römmuð inn þegar fram líða stundir). Hún var líka skeptísk á það að hann héti Sigurður þar sem nafnið í vegabréfinu væri skráð sem “Drengur”, en við útskýrðum fyrir henni (að við höldum) að Þjóðskrá hafi neitað að skrá nafnið fyrr en Skatteverket væri búið að því – krossleggjandi fingur og vonuðum að okkur yrði ekki vísað frá og bent á að tala aftur við Þjóðskrá. Bíðum öll þrjú spennt eftir því að fá póst næstu daga.

Sigurður hress að vanda

Sigurður hress að vanda

Allt er svo spennandi!

Allt er svo spennandi!

3 thoughts on “Miðvikudagur 21. september 2011

  1. Það leynir sér ekki á svipnum á nafna mínum hvað hann er spenntur yfir væntanlegum pósti frá Försäkringskassan og Skatteverket

Comments are closed.