Fimmtudagur 22. september 2011

Ég er alltaf að reyna að pína það uppúr stjórnendum prógrammsins míns hvenær jólafríið mun byrja og enda svo við getum pantað flugmiða áður en þeir hækka meira. Í dag sagði aðstoðarkennarinn í prógramminu mér að samkvæmt lögum (?) væri þeim ekki skylt að gefa slíkar upplýsingar upp fyrr en daginn sem umræddur kúrs byrjar. Sem í þessu tilfelli er 9. desember. Ég bind nú samt vonir við að fá þetta fljótlega, einhvern veginn verða þau að fá hótunarbréfin mín til að hætta að berast.

2 thoughts on “Fimmtudagur 22. september 2011

Comments are closed.