Fimmtudagur 29. september 2011

Í dag var yndislegt haustveður, ég í fríi og við ákváðum að það væri ekki seinna vænna að kenna drengnum að leika úti. Við klæddum hann eins og við værum að fara að leika í snjónum, og fórum svo út í sól og hita. Barninu var heeeitt. En eftir að internetið sá Magga hnoðast með hann í gær ákváðum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur, áður en sænska barnaverndarnefndin dúkkar upp.

Svo þetta er þetta "úti". Athyglisvert.

Svo þetta er þetta "úti". Athyglisvert.

Mamman var ögn minna klædd í góða veðrinu. Siggi og Séra mamma, það er gamla sagan.

Mamman var ögn minna klædd í góða veðrinu. Siggi og Séra mamma, það er gamla sagan.

Gras. Einhvern daginn mun ég setja þig í munninn.

Gras. Einhvern daginn mun ég setja þig í munninn.

Uh, mamma? Mér er dálítið heitt.

Uh, mamma? Mér er dálítið heitt.

Kannski bjargar pabbi mér úr heimskautaútbúnaðinum.

Kannski bjargar pabbi mér úr heimskautaútbúnaðinum.

Neibb, hann ætlar bara að gera grín að bollukinnunum. Júdas.

Neibb, hann ætlar bara að gera grín að bollukinnunum. Júdas.

Já þetta hjálpar bara engum.

Já þetta hjálpar bara engum.

HALP!

HALP!

5 thoughts on “Fimmtudagur 29. september 2011

    • Hann er mikið til í það, ég held hann sé farinn að sakna þín. Komdu bara þegar þér hentar og borðaðu hjá okkur, kannski með annaðhvort spilið? Jafnvel tannlækni ef hann langar?

  1. ég óttast að barnið ykkar sé í jafn slæmum málum og okkar þegar kemur að möguleikum á að verða kúl seinna í lífinu…

Comments are closed.