Dagur 27

Í dag var nemendafélagið okkar svo almennilegt að bjóða 100 erlendum nemendum í dagsferð til Skansen, dýragarðs og byggðasafns á Djurgarden í hjarta borgarinnar. Það var að sjálfsögðu ekki boðlegt að afþakka og var nesti því pakkað og haldið af stað. Ferja var tekin frá Gamla Stan og hópnum var sleppt lausum hjá apabúrinu.

Unnur á ferjunni

Unnur á ferjunni

Líkan af Skansen

Líkan af Skansen


Sáum ýmislegt skemmtilegt, spennandi og skondið.
Framandi fuglar

Framandi fuglar

Fallegar hringekjur

Fallegar hringekjur

Eilífðar smáblóm

Eilífðar smáblóm

Pínulítill hestur, eða risavaxið barn

Pínulítill hestur, eða risavaxið barn


Við byrjuðum á því að skoða húsdýragarðinn, þar sem við sáum
Sérlega afslappaðar kanínur

Sérlega afslappaðar kanínur

Nöffi litli grís

Nöffi litli grís

Geit sem virtist vön fyrirsæta

Geit sem virtist vön fyrirsæta


og geitakofa sem var eingöngu fyrir VIP gesti!
Här får man bara vara om man är en get.

Här får man bara vara om man är en get.


Unni var meinaður aðgangur og var hún því skiljanlega miður sín.
Unnur var ekki geit

Unnur var ekki geit


Sáum sérlega hárfagra naggrísi, með snyrtilega sítt að aftan 80’s lookið á hreinu.
Hann á allt Whitesnake safnið

Hann á allt Whitesnake safnið

Unni fannst hann sætur og vildi taka hann með heim

Unni fannst hann sætur og vildi taka hann með heim

Mér fannst Unnur sæt svo ég tók hana með heim

Mér fannst Unnur sæt svo ég tók hana með heim


Við fórum því næst á vit stærri og hættulegri dýra.
Sáum sænska úlfa

Sáum sænska úlfa

Þessi kannaðist hvorki við Mowgli né Kevin Costner

Þessi kannaðist hvorki við Mowgli né Kevin Costner


Sáum stórhættulega íkorna!
Rétt náði að komast undan á hlaupum

Rétt náði að komast undan á hlaupum

Ískalt augnaráðið sést greinilega

Ískalt augnaráðið sést greinilega


Sáum ögn stærri dýr:
Sænskar kýr

Sænskar kýr

Gaupa í trjáhýsinu sínu

Gaupa í trjáhýsinu sínu


Hittum uglu sem neitaði að kannast við Hogwarts og vildi ekki benda okkur á skólann á korti.
Merkikertið

Merkikertið


Sáum Bangsimon og vini hans.
Leitað að hunangi

Leitað að hunangi

Lagst á meltuna eftir hunangsveisluna

Lagst á meltuna eftir hunangsveisluna


Skyndilega er farið að hausta í Stokkhólmi, laufblöðin virðast hafa skipt um lit á einni nóttu.
Haustið liggur í loftinu

Haustið liggur í loftinu

Maggi og Unnur á Skansen

Maggi og Unnur á Skansen


Sáum sænskan skemmtielg!
Skemmtielgurinn að slappa af

Skemmtielgurinn að slappa af

Alþjóðlegir skemmtielgir

Alþjóðlegir skemmtielgir

Skemmtielgur og deer-in-headlight

Skemmtielgur og deer-in-headlight


Unni til mikillar ánægju rákumst við á fleiri geitur.
Geit í sólbaði

Geit í sólbaði

Geit í nærmynd

Geit í nærmynd


Sáum hreindýr, sænska fjölskyldu og tréhest með folald.
Falleg skepna

Falleg skepna

Svíabúrið er rammgert þó þeir virðist vingjarnlegir

Svíabúrið er rammgert þó þeir virðist vingjarnlegir

Óvenjulega gæfir tréhestar

Óvenjulega gæfir tréhestar


Sáum íkorna veiða möndlu og páfugl í sínu fínasta pússi.
Vesalings mandlan

Vesalings mandlan

Spariföt í tilefni dagsins

Spariföt í tilefni dagsins

Afskaplega góður sunnudagur, þökkum nemendafélaginu kærlega fyrir okkur.

Myndir dagsins hér að neðan:

7 thoughts on “Dagur 27

  1. Ég elska dýragarða, þetta hefur verið yndisleg ferð og takk fyrir frábærar myndir.

  2. fínar myndir, sérstaklega þessi fyrsta af Unni. En má ég gera athugasemdir við að þið séuð gengin í SUS?

Comments are closed.