Þriðjudagur 25. október 2011

Við fengum burðarsjal að gjöf frá Elínu, konu bróður míns (myndarkonan bjó það til sjálf!) og erum að prófa það þessa dagana. Siggi kann rosalega vel við sig í því, sérstaklega því það er svo auðvelt að naga það… Hann reyndar svitnar dálítið mikið þegar hann er í því, ég veit ekki alveg hvað maður gerir í því. En mikið er gott að geta skipt um þegar Sigginn er órólegur og búinn að vera lengi í Manducanum, það róar manninn helling að breyta aðeins til. Það er svo mikið auðveldara að binda þetta sjal en ég hélt, að nú er hætt við að ég fjárfesti í burðarsjali sem er ekki teygjanlegt þegar hann verður aðeins eldri, ef honum endist þolinmæði í að láta knúsa sig svona endalaust. Mömmunni finnst allavega aðeins of gott að kengúra drenginn svona í pokum og sjölum…

Nom, nom, nom...

Nom, nom, nom...

Erfitt að halda meðvitund þegar er svona kósí

Erfitt að halda meðvitund þegar er svona kósí

Litlu hroturnar eru uppáhalds

Litlu hroturnar eru uppáhalds

3 thoughts on “Þriðjudagur 25. október 2011

  1. oh en hvað þetta eru dásamlega kósý myndir… núna verð ég að fara að prufa moby-inn minn :-)

Comments are closed.