Föstudagur 28. október 2011

Svakalegur föstudagur í liðinu í dag, ekkert gert af viti. Maggi var reyndar rekinn á kaffihús með bók, svo hann og Siggi grói ekki hreinilega saman. Svo fundum við loksins nýjan útigalla á Sigga, hægara sagt en gert að finna flík sem stenst allar okkar sérviskulegu kröfur (heitur og flöffí, nógu mjúkur til að vera þægilegur í Manduca-poka, knúsulegur). Við ákváðum að nenna ekki að elda, svo kvöldmaturinn var snæddur á Burger King á leiðinni heim. Eins og venjulega rifjast þá upp af hverju við borðum eiginlega aldrei á svona ofurskyndibitastöðum (ekki góður matur og maður svangur aftur eftir klukkutíma). Maður verður að læra þá lexíu reglulega greinilega. Sigurður dagsins var hress en Maggi dagsins of þreyttur til að vinna mynd af honum, svo þið verðið bara að treysta mér.

One thought on “Föstudagur 28. október 2011

  1. Hlakka til að sjá prinsinn minn í nýja gallanum sínum. Held þið séuð að eldast og vitkast ef ykkur finnst ekki skyndimatur bestur. Bý með einum sem stingur alltaf upp á skyndimat ef hann er spurður álits á hvað skuli borða.

Comments are closed.