Laugardagur 29. október 2011

Annar myndalaus póstur, því myndavélin var tekin með í ævintýri dagsins en ekki tekin uppúr töskunni. Hún fékk að fljóta með á Söder, þar sem við gengum um og fengum okkur möffins með Hörpu, Helgu frænku hennar, Sigurjóni og Tómasi kærastanum hans. Það var ótrúlega gaman, en við héldum heim á leið með Sigga þegar leiðin lá að lokum á pöbbinn. Hann er soddan partípúper. Við vorum svo ægilega svöng í lestinni að það munaði engu að við enduðum aftur í hrikalegum skyndimat, en við bara fengum okkur ekki til þess eftir gærdaginn og náðum að stilla okkur nógu lengi til að elda tælensk karrí hérna heima.