Sunnudagur 30. október 2011

Harpa Sif bauð Sigurði í sushiveislu í kvöld. Foreldrasettið mátti náðarsamlegast koma með að því skilyrði uppfylltu að þau kæmu með sína eigin stóla. Jón og Séra Jón já.

Sushi verður til

Sushi verður til

Helga Vala frænka Hörpu (og Magga kom í ljós síðar)

Helga Vala frænka Hörpu (og Magga kom í ljós síðar)

Helga Vala frænka Hörpu er í heimsókn hjá Arnari og Írisi þessa dagana, auk þess sem Tómas er í Stokkhólmi til að sinna reglubundnu eftirliti með Sigurjóni. Íris var því miður eftir heima sökum slappleika, en frábært kvöld engu að síður.
Tómas með Sigurjón í bakgrunni

Tómas með Sigurjón í bakgrunni

Sigurður sat fyrir en neitaði að árita neitt

Sigurður sat fyrir en neitaði að árita neitt

Unnur þótti sæt að vanda

Unnur þótti sæt að vanda

Sigurður kominn á hliðina sökum fyrirsætuálags

Sigurður kominn á hliðina sökum fyrirsætuálags

En fékk knús að launum hjá Hörpu

En fékk knús að launum hjá Hörpu

Sigurður var ósáttur við foreldrasettið um miðbik kvölds þar sem í ljós kom að enginn peli var meðferðis, og honum þótti með öllu ómögulegt að drekka mjólk úr glasi (eða staupglasi). Maggi var því sendur út í pelaleiðangur meðan Sigurður sá um skemmtiatriði og aðrir gestir nutu matarins.
Rósa var með í anda, og kemur til Stokkhólms í næstu viku

Rósa var með í anda, og kemur til Stokkhólms í næstu viku

Sigurður og Arnar skemmtu sér vel saman

Sigurður og Arnar skemmtu sér vel saman

Unnur slappaði af á meðan

Unnur slappaði af á meðan

Sushibakki í vinnslu

Sushibakki í vinnslu

Íris var heima slöpp svo Arnar varð að hafa gaman af Sigurði fyrir tvo

Íris var heima slöpp svo Arnar varð að hafa gaman af Sigurði fyrir tvo

Sushibakkinn tekur á sig stíliseraða mynd

Sushibakkinn tekur á sig stíliseraða mynd

Meistaraverkið tilbúið

Meistaraverkið tilbúið

Sigurjón tekur út verkið

Sigurjón tekur út verkið

Tómas var ánægður með útkomuna

Tómas var ánægður með útkomuna

Veisluborðið klárt

Veisluborðið klárt

Sigurður var uppgefinn eftir sushigerðina og lagði sig

Sigurður var uppgefinn eftir sushigerðina og lagði sig

Mikið var spjallað og hlegið, og ófáum matarboðum hótað. Við skulum glöð taka þátt í slíku með svona skemmtilegum hóp – svo lengi sem okkur er boðið til jafns við Sigurð. Við erum sveigjanleg hvað varðar stóla.
Kertin í lok kvölds

Kertin í lok kvölds

One thought on “Sunnudagur 30. október 2011

Comments are closed.