Þriðjudagur 8. nóvember 2011

Í dag byrjaði ég í nýjum kúrsi, og ætlaði svo aldeilis að hnýta lausa enda eftir tímann, í skólanum, á bókasafninu, í miðbænum… En skólapósturinn lá niðri, bækurnar voru ekki inni, prentararnir voru bilaðir, ég hafði ekki aðgang að rafrænu greinunum og hvorki buxurnar né jakkinn voru til í réttri stærð. Ég kom sigruð heim svo Maggi gæti farið í fótbolta. Hann kom svo heim í kvöld og sagði sorgarsögu af því að mörkin höfðu verið fjarlægð af vellinum þeirra til að gera skautasvell, fótboltaæfingar í fullum gangi á öðrum völlum, og að lokum gefist upp og spilað á markalausum vellinum. Ekki skilvirkasti dagur okkar í Svíþjóð til þessa, verður að játast. En Siggi var hress.

One thought on “Þriðjudagur 8. nóvember 2011

Comments are closed.