Föstudagur 11. nóvember 2011

Vel heppnað Idol-kvöld nýafstaðið hér á Kaupmannahafnargötunni. Við Maggi erum svo södd að við gætum neyðst til að sofa hérna á sófanum í nótt, ég veit ekki hvernig við ættum að komast á fætur… Við elduðum súpu og bökuðum bollur, Íris og Arnar komu með aðeins of djúsí og ljúffengan eftirrétt og Sigurjón skaffaði allskonar snarl og gúmmelaði. Ég öfundaði þau ekki að vera að fara að koma sér alla leið heim áðan með þetta alltsaman í maganum! Siggi hélt sér vakandi eins lengi og hann gat yfir keppninni, en sofnaði að lokum sitjandi í fanginu á mér, alveg sigraður. Hann á eftir að vera brjálaður þegar hann vaknar í fyrramálið og áttar sig á því að hann sofnaði í miðju teitinu…

One thought on “Föstudagur 11. nóvember 2011

  1. Gaman að heyra hvað þið hafið það gott. Fátt er yndislegra en að borða góðan mat í góðum félagsskap.

Comments are closed.