Mánudagur 14. nóvember 2011

Í dag fóru feðgarnir mínir í ungbarnaskoðun. Það var ekki alveg sársaukalaust, því við gleymdum henni þar til hálftíma áður en við áttum að mæta, svo þá þurfti að vekja barnið, skipta á honum, úr náttfötum í föt, í vagn og hlaupa svo á heilsugæslustöðina. Við missum eitt foreldraprik. Siggi hinsvegar stendur sig vel, hann er orðinn 64 cm að lengd og 7,3 kíló. Í tilefni þess að litla rækjan okkar er alls engin rækja lengur, þá eru hér nokkrar myndir síðan hann var meira kríli.

Strípalingar á spítalanum

Strípalingar á spítalanum

Steinsofandi á leið heim af spítalanum

Steinsofandi á leið heim af spítalanum

Mini-Siggi í fanginu á ljósmóðurinni okkar góðu

Mini-Siggi í fanginu á ljósmóðurinni okkar góðu

Mömmuknús

Mömmuknús

Pabbi að baða snúðinn sinn

Pabbi að baða snúðinn sinn

Samlokulúr

Samlokulúr

Glötuð þjónusta kæru foreldrar

Glötuð þjónusta kæru foreldrar

Í ömmufangi

Í ömmufangi

Meðan mamma nennti ennþá að prjóna á mig...

Meðan mamma nennti ennþá að prjóna á mig...

5 thoughts on “Mánudagur 14. nóvember 2011

  1. Það hefur mikið breyst á ekki lengri tíma. Maður er alltaf jafn gáttaður á því hvað ungbörn vaxa og þroskast hratt fyrstu mánuðina.

Comments are closed.