Miðvikudagur 16. nóvember 2011

Siggi er 4ra mánaða í dag. Hann veltir sér óvart og er alltaf jafn hissa, hlær innilega þegar pabbi hans lætur hann dansa við oldschool rapp/hipphopp/whothehellknows, vaknar kátur á hverjum morgni og helsta markmiðið virðist vera að koma einhvern daginn báðum hnefunum uppí sig í einu.

Ég er flutt að heiman að skrifa ritgerð, feðgarnir dúlla sér heima við að horfa á misgáfuleg myndbönd á youtube, og við erum öll orðin frekar skrautleg þar sem hér hefur ekki verið þveginn þvottur í þrjár vikur. Á morgun er það annaðhvort þvottahúsið eða H&M…

Afmælisstrákur

Afmælisstrákur

Til samanburðar: 2ja mánaða afmælisstrákur

Til samanburðar: 2ja mánaða afmælisstrákur

6 thoughts on “Miðvikudagur 16. nóvember 2011

  1. Til hamingju með litla afmælismanninn. Gaman að sjá þessar samanburðarmyndir. Ótrúlega mikill munur á þessum tveimur mönnum, sá fjögurra mánuða virðist orðinn fullorðinn miðað við tveggja mánaða stubbinn.

  2. Til hamingju með Sigga. Mér líst hins vegar ekki alveg á þessa foreldra, tveir mánuðir liðnir og barnið er enn í spennitreyjunni.

Comments are closed.