Föstudagur 18. nóvember 2011

Í morgun mættum við Íris nývaknaðar og ferskar í nudd á tælensku hverfisnuddstofunni. Nuddkonurnar tala hvorki sænsku né ensku, svo ég vona að við höfum skilið patið rétt sem “Farið úr öllu nema nærbuxunum” því annars vorum við fáránlega óviðeigandi kúnnar. Nuddið var æðislegt, þessar dömur vissu greinilega hvað þær voru að gera. Þetta verður örugglega ekki síðasta heimsóknin mín þangað (nema við höfum misskilið patið og ég sé ekki velkomin þangað aftur…).

Þegar heim var komið fórum við Maggi að undirbúa Idol-kvöld vikunnar, þar sem við ætluðum að bjóða uppá íslenskt lambalæri sem mamma færði okkur í haust. Við höfum hinsvegar aldrei eldað neitt svona fullorðins, og vorum í nettu kvíðakasti. Eftir skype-ráðstefnur með bæði mömmu minni og pabba Magga dembdum við okkur bara í verkið og það tókst glimrandi. Að vísu var matur kl. 22, en gestirnir sýndu því ótrúlega þolinmæði, mögulega af því við sáum þetta vandamál fyrir og sköffuðum nasl. Okkur tókst meira að segja að brúna kartöflur og búa til sósu úr kjötsoðinu! Það var enginn meira hissa en við sjálf. Kvöldið var frábært, það var réttur söngfugl sem fékk að fjúka úr Idolinu og Sigurjón leysti okkur að lokum öll út með tannverndandi gjöfum. Það gerist ekki mikið betra.

Sigurjón og Siggi í kósí

Sigurjón og Siggi í kósí

Lærið á leið inn í ofn (ég gleymdi að mynda það tilbúið, það var töluvert girnilegra þá...)

Lærið á leið inn í ofn (ég gleymdi að mynda það tilbúið, það var töluvert girnilegra þá...)

Siggi í nýja útigallanum á leið í matarbúðina (takk amma og afi!)

Siggi í nýja útigallanum á leið í matarbúðina (takk amma og afi!)

2 thoughts on “Föstudagur 18. nóvember 2011

Comments are closed.