Miðvikudagur 23. nóvember 2011

Siggi var svo pirraður í dag að ég þurfti á einum tímapunkti að taka hann af Magga, sem var búinn að opna gluggann og var að miða honum út. Í kjölfarið af þessum nýja pirringi, og órólegum svefni síðustu nætur höfum við ákveðið að prófa að gefa drengnum smá graut á morgun. Ég er mögulega aðeins of spennt.

3 thoughts on “Miðvikudagur 23. nóvember 2011

  1. Það er ekkert ólíklegt að snáði litli þurfi að fá smá auka fyllingu, hann er orðinn svo stór.
    Bjarki minn var nú 3 mán. og þú 2 þegar þið fengum fyrsta matinn og eruð þið nú bæði ansi fín í dag að mínu mati!

  2. Þetta er farið að hljóma meira eins og venjuleg upplifun foreldra með ungbarn. :o)

    En það er orðið vel tímabært að prófa eitthvað meira en bara mjólk. Stappaður banani vekur alltaf mikla lukku. Smá grautur líka.

Comments are closed.