Sunnudagur 27. nóvember 2011

Hætt var við fyrirætlaða ferð til Gävle í dag þar sem Unnur fékk vott af magapest í gærkvöldi og Maggi í morgun. Áætlunin hafði verið að skoða jólahafurinn góða og kíkja á jólamarkað með Arnari og Írisi. Þegar í ljós kom hvað það var ömurlegt veður í dag virtust allir ánægðir með útkomuna. Í staðinn fyrir ferðina bauð Sigurður upp á bruschettu og farinn var leiðangur á kaffihús þegar öllum var farið að líða betur.

Sigurður í forláta peysu frá Ásu ömmusystir

Sigurður í forláta peysu frá Ásu ömmusystir

5 thoughts on “Sunnudagur 27. nóvember 2011

  1. Hann er svo flottur þessi elska og ekki skemmir þessi fallega peysa.

  2. oh svo sætur!! ef það er eitthvað barn sem kemst með tærnar þar sem Ármann Páll og Haukur Bragi hafa hælana hvað fegurð varðar þá er það pottþétt Sigurður!

Comments are closed.