Mánudagur 28. nóvember 2011

Í dag skokkuðum við framhjá mollinu, ég til að taka strætó í skólann og Maggi með Sigga í vagni á leið í göngutúr, en þar var bara lögregluteip útum allt, þyrlur á flugi, mollið tómt og lokað og engir strætóar því göturnar voru fullar af lögreglu- og slökkviliðsbílum. Það hafði víst verið framið vopnað rán í gullbúð í mollinu og ræningjarnir skilið eftir grunsamlegan pakka, sprengjusveitin var á svæðinu að fjarlægja hann og leita af sér allan grun um að það leyndust fleiri á staðnum. Þvílík læti. Pakkinn reyndist meinlaus og nú er allt komið í samt lag í hverfinu á ný, en þetta hafði af Magga kaffibolla og ég varð að taka pendeltåg í fyrsta sinn síðan ég flutti hingað til að komast á bókasafnið. (Óli: Pendeltåg er eins og stór neðanjarðarlest nema mikið minna neðanjarðar. Mjög vinaleg og hraðskreið. Þú hefðir fílað hana.) Er sprengjuvesen einhver árleg jólahefð hérna í Stokkhólmi? Mér er ekki skemmt, en þetta var þó sem betur fer mikið meinlausara en í fyrra.

2 thoughts on “Mánudagur 28. nóvember 2011

Comments are closed.