Þriðjudagur 29. nóvember 2011

Í kvöld fengum við frábæra þjónustu, Arnar og Íris birtust hér með þríréttaða máltíð, og Sigurjón með snarl og drykki, og svo sátum við Maggi bara í sófanum heima hjá okkur á meðan gestirnir elduðu og gerðu og græjuðu. Í aðalrétt var SS-pulsuveisla, en tilefnið var að nú þurfum við því miður að sjá á eftir Sigurjóni aftur heim til Íslands. Þá verður væntanlega ekki hægt að halda fleiri Idol-kvöld því Sigurjón er sá eini sem hefur vit á söng í hópnum, án hans vöðum við bara í villu og svíma (hann var upptekinn síðasta föstudag sem varð til þess að við ákváðum málefnalega að “þessi feita” ætti að fara heim úr Idolinu).

Siggi fékk líka veislumáltíð, hann smakkaði avókadó í fyrsta sinn og var alveg sæmilega sáttur við sinn hlut. Enda var rökkur og barnið sá ekki almennilega hvernig jukkið var á litinn.

avókadónom

avókadónom

2 thoughts on “Þriðjudagur 29. nóvember 2011

  1. Ef þetta er “ég er sæmilega sáttur við fóðrið” svipurinn hvernig er þá svipurinn sem lýsir því þegar hann er ósáttur?

    • Mun dramatískari. Ó svo mikið mun dramatískari. Þessi svipur er bara hátíð miðað við ógeðissvipinn.

Comments are closed.