Sunnudagur 4. desember 2011

Í dag fórum við mamma í Stockholm Quality Outlet í Barkarby og keyptum alveg heilan helling af jólagjöfum. Skynsamir Svíar versla greinilega þarna því það var stappað af fólki, en það jók eiginlega bara á jólastemmninguna. Hvar er meiri jólastemmning en í góðri sænskri röð? Myndavélin var ekki með í för, sem er miður því á staðnum var þessi líka myndarlega jólageit sem mamma var æst í að setjast á.

Maggi og Siggi voru mjög sorgmæddir að fá ekki að fara með að versla, ég held að sá eldri sé enn að jafna sig.