Mánudagur 20. febrúar 2012

Í dag var haldið á Södermalm þar sem Gunnhildur nokkur hafði blásið til bolludagskaffi og okkur var það með öllu ógerlegt að mæta ekki. Sigurður var sjarmatröll sem endra nær og tók gestgjafann miklu ástfóstri eftir að hún tróð hann út af bollum og rjóma. Hann ætlaði aldrei að vilja koma með okkur heim aftur, og þverneitaði að borða grautinn sem hann fékk í kvöldmat heldur frussaði honum yfir móður sína og krafðist þess að fá að ræða þetta við góðu rjómabollukonuna.

Sigurður hjá Gunnhildi gestgjafa

Sigurður hjá Gunnhildi gestgjafa

2 thoughts on “Mánudagur 20. febrúar 2012

  1. Þetta er greinilega efni í matgæðing og þýðir lítið að reyna að plata ofan í hann ómerkilegan mat sem foreldrarnir geta sjálfir ekki hugsað sér að setja ofan í sig.
    Mikið er annars ánægjulegt að sjá að Elgurinn er hrokkinn í gírinn og kominn í sama tímabelti og við hin.

    • Svo virðist hann líka vera efni í ofurhetju, amk. sé ég ekki betur en hann sé í nærbuxum utan yfir sokkabuxunum eins og Súperman.

Comments are closed.