Fimmtudagur 23. febrúar 2012

Í dag var ég að heiman frá átta til hálfsex, og það er ömurlegt að vera svona lengi í burtu. Ég er komin í almennilegt samband við leiðbeinendurna og þau virðast ótrúlega elskuleg og hjálpsöm, og það er allt á réttri leið, en þau eru bara með svo margar tennur. Og finnst ekkert fyndið þegar ég fel mig bakvið skýrslu og birtist svo skyndilega ýlandi aftur. Svo það var ægilega gott að koma heim og knúsa Sigurð, og náttúrulega Magga (sem sýnir alltaf þá kurteisi að brosa þegar ég birtist ýlandi aftur). Þeir höfðu hinsvegar greinilega átt fullkomlega ágætan feðgadag saman.

Fullkomlega ágætir feðgar

Fullkomlega ágætir feðgar

One thought on “Fimmtudagur 23. febrúar 2012

Comments are closed.