Laugardagur 25. febrúar 2012

Í dag lagði fjölskyldan land undir fót og leitaði uppi barnavænt kaffihús sem Sigurður hafði heyrt að væri skemmtilegt. Eftir heilmikinn leiðangur í hressandi köldu vorlofti fannst kaffihúsið, þó Sigurður neitaði að gefa uppi hvort það stæðist væntingar.

Unnur og Sigurður á kaffihúsi

Unnur og Sigurður á kaffihúsi

Um kvöldið fengum við svo þær Hörpu Sif og Rósu Björk til okkar í heimsókn og létum þær niðurlægja okkur bæði með borðspili og spilastokk, einkar hressandi.