Miðvikudagur 28. mars 2012

Maggi var gerður útlægur af heimilinu í dag þegar í ljós kom að fótboltaleikur dagsins (Barcelon – AC Milan) var ekki í boði á þeim stöðvum sem við höfum aðgang að. Var því tekið til þeirra ráða að blása til sportbarshittings með Arnari, sem tók vel í þau plön. Brynjar Smári kom með og voru það því þrír herramenn sem skemmtu sér saman yfir látunum í innfæddum – en þeir klöppuðu og hóuðu mikið í hvert einasta skipti sem hetjan Zlatan Ibrahimović kom nálægt boltanum. Liðin skildu jöfn þar sem hvorugt kom boltanum í netið, verður spennandi að sjá hvernig næsti leikur fer. Þetta verður mögulega notað sem afsökun fyrir strákahitting í framtíðinni.