Laugardagur 7. apríl 2012

Í dag var boðið til páskamatarboðs Stokkhólmsbúa. Harpa Sif og Rósa Björk (vín, kaffi og eftirréttanefnd) buðu heim í mat. Arnar og Íris Björk (aðalréttanefnd) voru hress að vanda og við mættum þrjú (meðlætisnefnd) kampakát. Fengum frábæran mat og enduðum á að ferja sofandi Sigurð heim löngu eftir venjulegan háttatíma. Hann hefði eflaust verið til í að sofa bara áfram í rúminu þeirra Hörpu og Rósu en þar fór víst vel um drenginn að eigin sögn.