Mánudagur 9. april 2012

Göngutúrar feðganna hafa leitt í ljós að endurnar sem búa hérna í næstu götu eru afskaplega hrifnar af Cheerios. Sigurði leist reyndar ekkert á það þegar pabbi hans kastaði litlu töfrahringjunum á jörðina fyrsta skiptið, en var fljótt hrifinn þegar hann sá endurnar tæta þá í sig. Í dag ætluðu feðgarnir hins vegar að gera vel við endurnar og komu færandi hendi með brauðpoka. Endurnar rétt bitu í brauðið og kvökuðu svo reiðilega að þetta væri sko ekki það sem þær áttu von á, hvar væru töfrahringirnir eiginlega? Þær eru greinilega fljótar að vera góðu vanar og vandlátar í þokkabót – og snéru stélinu í brauðið sem lá eftir blautt og yfirgefið.