Miðvikudagur 11. apríl 2012

Feðgarnir fóru í leiðangur í dag og héldu á vit andanna (og gæsanna) í næstu götu, minnugir þess hvernig fór síðast og hafandi einsett sér það að gera betur núna. Voru því bæði brauðpoki og Cheeriospoki með í för. Endurnar virðast hafa séð að sér og tóku skömmustulegar á móti okkur, kvakandi afsökunarbeiðnir vegna framkomu sinnar hér um daginn. Tvær myndarlegar gæsir voru með í för og var því sérstaklega gaman hjá okkur Sigurði. Þar sem endurnar virtust sjá eftir stælunum prufuðum við að bjóða þeim brauð aftur og þær þáðu það með þökkum – þótt þær féllu örlítið í skuggann af gæsunum. Ekki bara af því að endur eru minni en gæsir (aha, vísindi!) heldur líka af því að önnur gæsin kom alveg upp að vagninum og borðaði brauð úr lófanum á Magga.

3 thoughts on “Miðvikudagur 11. apríl 2012

  1. bíddu bíddu cheerios!! hvar urðu þið ykkur úti um þessa hrikalegu bannvöru??

Comments are closed.