Í dag átti sér stað sérlega óheppilegt tískuslys þegar Sigurður og annar ungur piltur mættu svo gott sem nákvæmlega eins klæddir í ungbarnakaffið. Þeim virtist reyndar sjálfum standa á sama en foreldrarnir hlógu vandræðalega að uppákomunni.
Atvikið féll sem betur fer í skuggann á rifrildunum sem upphófust þegar í ljós kom að tvær ungar stúlkur höfðu lent í því sama – þeim var ekki skemmt.