Dagur 41

Í dag var frábært veður til langra gönguferða, sem var sérlega heppilegt þar sem við fórum akkúrat í eina slíka!
Lagt var af stað frá Frescati campus og gengið norður gegnum Norra Djurgården.

Gönguferðin að hefjast

Gönguferðin að hefjast

Sænsk geimstöð með blómabeði

Sænsk geimstöð með blómabeði

Eini svanur dagsins

Eini svanur dagsins

Sænskt smáhús

Sænskt smáhús

Við hittum sérlega alvarlegar kindur.
Þeim er fúlasta alvara.

Þeim er fúlasta alvara.

Sáum innfluttan tréhest og sjálfsöryggi sem átti ekki að fara framhjá neinum.
Merktur Las Vegas

Merktur Las Vegas

Það er brandari þarna einhvers staðar...

Það er brandari þarna einhvers staðar...

Falleg kapella og Ferrari bifreiðar í sínu náttúrulega umhverfi.
Sérlega fallegt

Sérlega fallegt

Þeir voru gæfir og möluðu þegar þeim var klappað

Þeir voru gæfir og möluðu þegar þeim var klappað

Uppgötvuðum sænska höll, með gosbrunni og villigöltum.
Alvöru höll!

Alvöru höll!

Gosbrunnur í hallargarðinum

Gosbrunnur í hallargarðinum

Villigöltur með lítilli eðlu

Villigöltur með lítilli eðlu

Sáum pínulitla hesta, pínulítið fuglahús og vegvísir með pínulítilli kind!
Pínu var hress

Pínu var hress

Lítill var taugaveiklaður

Lítill var taugaveiklaður

Virtist vera eyðibýli

Virtist vera eyðibýli

Alþjóðlegur og auðskilinn vegvísir

Alþjóðlegur og auðskilinn vegvísir

Svo sáum við svín, sem Unnur vildi eignast.
Gríslingur í nærmynd

Gríslingur í nærmynd

Enduðum gönguna á grilluðum pulsum, en áður en að því kom rákumst við á krossfestan gíraffa (hvað er að þessum Svíum?) – sem Unni fannst næstum jafn sætur og grísinn.
Gíraffinn var hress

Gíraffinn var hress

Gíraffinn og Unnur, ég hef áhyggjur af þessu

Gíraffinn og Unnur, ég hef áhyggjur af þessu

Það er hörð samkeppni hérna úti, held ég raki mig í fyrramálið til að mæta þessu aukna álagi.
Myndir dagsins:

6 thoughts on “Dagur 41

  1. Frábærar myndir, svo skemmtilega teknar. Sé að Maggi er að hressast eftir fjandans hákarlinn og meðlætið.

  2. Þið eruð snillingar og ómótstæðilega krúttleg. Ég er hérmeð orðin áskrifandi!
    Mér var ómögulegt að muna þessa bloggsíðu þrátt ítrekaðar tilraunir Halldóru líkamsræktarpæju með meiru, til að troða þessu inn í hausinn á mér. En loksins hrökk ég í gang og hvílík dásemd sem við mér blasti..jibbbí.
    Fingurkoss til ykkar elsku vinir…*

Comments are closed.