Dagur 47

Í dag var ákveðið að fara með foreldrasettinu á Skansen, líkt og í frægðarförinni góðu.

Gosbrunnurinn okkar

Gosbrunnurinn okkar

Ferjan frá Slussen til Skansen

Ferjan frá Slussen til Skansen

Þegar þangað var komið sáum við okkur til mikillar skelfingar að eftir síðustu ferð okkar hefur verið sett upp skilti þar sem Sällskapsdjur eru ekki lengur leyfð.
Selskapsdýr ekki velkomin í þetta partý

Selskapsdýr ekki velkomin í þetta partý

Einföld stærðfræði segir okkur að partýljón séu sällskapsdjur, og sagan sagan segir að Skemmtielgurinn er partýljón (kannski ekki voðalega gott, en engu að síður). Þar sem gestirnir splæstu í miðana vorum við ekki beðin um skilríki, og náðum því að lauma okkur inn. Þar sáum við strax sérlega áhugavert fyrirbæri, heilaga önd sem gekk á vatni!
Sankti Fiðurfé

Sankti Fiðurfé

Hittum einstaklega afslappaða lemúra sem sátu saman í sólbaði.
Tanaðir í drasl

Tanaðir í drasl

Gáfum íkornunum kex með hnetum og súkkulaði, sem vakti mikla lukku.
Nom, nom, nom!

Nom, nom, nom!

Dáðumst að útsýninu.
Útsýnið sem um ræðir

Útsýnið sem um ræðir

Hópurinn, að dást

Hópurinn, að dást

Heilsuðum upp á kollegana.
Almenn hneykslun á partýljónabanninu

Almenn hneykslun á partýljónabanninu

Maggi og foreldrasettið

Maggi og foreldrasettið

Nú heyrist mér umræðan vera farin að snúast um aðferðafræði þannig að ég ætla að slútta þessu í bili. Hresst lið í Stokkhólmi.

Myndir dagsins:

2 thoughts on “Dagur 47

  1. Ég elska skemmtielginn, þar er alltaf eitthvað að gerast, æðislegar myndir enn og aftur.
    Ég held ég fari bara að kaupa mér flugmiða.

  2. úúúú pant fá að fara á skansen þegar ég kem. hvenær verður það nú aftur…. æ ja EFTIR 46 DAGA!!!!

Comments are closed.