Dagur 52

Í dag heyrði ég ekki í vekjaraklukkunni, og svaf almennilega yfir mig í fyrsta sinn í mörg ár. Það var afskaplega hressandi byrjun á deginum. Ef Maggi hefði ekki laumað ferðamáli með kaffi í hendina á mér um leið og hann ýtti mér út úr íbúðinni og lokaði þá hefði ég held ég aldrei ratað í skólann. Ég verð mjög ringluð þegar það líða færri en 15 sekúndur frá því ég vakna þar til ég er komin í úlpu. Ég missti því af hálfum fyrirlestri í nýja kúrsinum mínum, en mætti í tæka tíð til að heyra kennarann segja að hann ætlaði að láta okkur halda hálftíma fyrirlestur hvert, en af hræðslu um að við færum á taugum af álagi verði engar einkunnir gefnar, bara staðist eða fallið. Ég er viðkvæmara blóm en ég hélt.

Maggi hinsvegar hélt virðingu sinni í dag.

One thought on “Dagur 52

  1. aaaaaw! Svíarnir og þeirra yndislega meðalmennsku system….. vissara að ýta ekki undir samkeppni ekki einu sinni hjá fullorðnu fólki í háskóla ;-)

Comments are closed.