Dagur 53

Í tilefni föstudags eldaði ég kjarngóða vetrarsúpu, keypti bjór, og bauð danskri vinkonu okkar í mat. Á meðan við sötruðum bjór var Maggi nógu öruggur í karlmennsku sinni til að drekka þetta:

Öskrar alveg bringuhár og Old Spice

Skemmtilegt kvöld, eins og staðfest var með mynd:

Frá hjartanu

Eins og sjá má buðum við dönskunni upp á Þrista og Djúpur, enda búin að læra það “the hard way” að hákarl og brennivín er kannski gott fyrir úllana en mjög slæmt fyrir Íslendinga. Hún reyndist kunna gott að meta, og er þar með komin í afskaplega fámennan hóp útlendinga sem finnst íslenskur lakkrís góður. Við óskuðum henni til hamingju með það og fylgdum henni í lestina.

3 thoughts on “Dagur 53

  1. Hvað var Maggi minn nú að drekka, er þetta andstæðan við brennivínið. En gott að sjá ykkur svona glöð.

  2. Þetta er einhver karamellulíkjör, hann var töluvert ánægðari með hann en brennivínið!

  3. Mun betri landkynning verð ég að segja – eitthvað annað en þetta endalausa brennivín og hákarl sem Íslendingarnir sjálfir þurfa að pína ofan í sig.
    Íslenskur lakkrís ber af öllum öðrum – ekki spurning. Góð og jákvæð íslensk upplifun og enginn þarf að fara út úr lestinni á leiðinni heim til að æ– . :o)

Comments are closed.