Dagur 54

Sátum í dag á yndislegu litlu kaffihúsi, sem ber hið fagra nafn Muffins’ Fabriken; með námsbækurnar, tvo stóra bolla af heitu súkkulaði og tvö hnefastór muffin (súkkulaði & karamellu og súkkulaði & myntu – heit og mjúk með bráðnu súkkulaði í miðjunni!).
Róleg og hugguleg stemmning, þar sem Elvis Presley, Luis Armstrong og Johnny Cash sungu til skiptis gegnum hátalarakerfið.

Nom nom nom!

Nom nom nom!

Mögulega uppáhalds kaffihúsið okkar í Stokkhólmi, í það minnsta sterkur kandídat.

4 thoughts on “Dagur 54

  1. vá hvað það hljómar ótrúlega yndislega…. setjum það það á listann yfir það sem ég ætla að gera í stokkhólmi…. hvað ætli hann sé orðinn langur annars??
    knús á ykkur

  2. Það verður þétt prógramm!! Verður ekkert drukkið í ferðinni annað en kaffi í orkudrykk ef við ætlum að reyna að ná öllu sem þig langar að gera :) Ég hugsaði þetta samt einmitt í gær, Ása verður að koma hingað!

Comments are closed.