Dagur 6

Sunnudagur var lestrardagur, og hvar er betra að lesa en á litlu huggulegu kaffihúsi? Eftir að hafa ráðfært okkur við internetið var haldið til Södermalm á Kafe Copacabana, lítið og huggulegt kaffihús við árbakkann.

Copacabana

Kafe Copacabana


Árbakki á Södermalm

Árbakki á Södermalm


Litla lífræna kaffihúsið átti ekki Coke, né Pepsi – en buðu þess í stað upp á Nygård “ekologisk cola”.

Nygård

Nygård

Uppgötvun dagsins var fílamjólk, með banana og lime bragði, úr léttfílum, meðalfílum og ekológískum fílum.

6 thoughts on “Dagur 6

  1. Ég er ekki farin að reykja vindla, ég lofa!! Þetta er daðla sem ég er að borða… Maggi þó!

  2. Mikið er ég ánægð að sjá hvað þið eruð dugleg að kynna ykkur borgina og undirbúa ykkur áður en gestirnir byrja að bunkast inn. :O)
    Flott byrjun hjá ykkur á Stokkhólmsdvölinni – greinilega jákvæð upplifun.
    Þúsund kossar frá mútter í Molbúalandi.

  3. Unnur mín, þú ert ekkert verri þó þú reykir svona myndarlegan vindil. Vafðirðu hann kannski sjálf, þú ert alltaf svo flínk í höndunum?

    Passið ykkur svo að klára ekki skólabækurnar áður en skólinn byrjar.

  4. OOhhh, hvað að er gaman að sjá myndir frá Svíþjóð … ég kannast við þetta allt frá því í fyrra …..ég deyyyyyyyyy ef ég kemst ekki í heimsókn til ykkur sem fyrst !!!!!!

Comments are closed.