Dagur 69

Ég er að skrifa fyrirlestur um Svíþjóð í Eurovision, svo ég þurfti auðvitað að spila úrval af þeim lögum sem Svíþjóð hefur sent í keppnina á meðan ég vann. Maggi lærði á kaffihúsi í dag. Það er mögulega orsakasamhengi.

Kvöldinu eyddum við með Hörpu Sif og Rósu, í gómsætu og skemmtilegu matarboði. Mér finnst ég aðeins meira eiga heima hérna eftir að hafa farið í matarboð. Það er eitthvað við það. Eftir að hafa séð hvað íbúðin hennar Hörpu er orðin mikið meira kósý en íbúðin okkar höfum við Maggi lagt höfuðið í bleyti og komist að því að hvorugt okkar er með hæfileika þegar kemur að því að innrétta og gera huggulegt. Hvað gera bændur þá? (les. Hvað eigum við eiginlega að gera við glerskápsómyndina??)

Frönskukaffi á morgun, vonavonavona að það verði enginn kattamatur.

3 thoughts on “Dagur 69

 1. Það er svo kósí hjá ykkur.
  Hvernig væri að fylla bara glerskápinn af garni?
  Eða nota hann sem bókaskáp?

  • Ég er reyndar ennþá að gæla við hugmyndina þína að fylla hann af garni, það er þó allavega svolítið litríkt og líflegt! Annars stefnir í að honum verði bara troðið inn í fataskáp…

 2. dásamleg hugmynd að fylla hann af garni:) eða litlum fallegum prjónaungum :)
  elska elska elska prjónaungann minn.. og langar í fleiri:)
  p.s Katla María getur bitið þig þegar þú kemur í heimsókn… komin með tvær stórfallegar tönnslur…..

Comments are closed.