Dagur 71

Ég hélt í kvöld fyrirlestur á sænsku. Ég var fjórða og síðust, og allir sem töluðu á undan mér lögðu metnað í að halda vísindalegar og agaðar tölur um fáguð efni eins og fornleifauppgröf í V-Svíþjóð, lagarammann sem snertir snus og leikskáldið og óþekktarorminn Strindberg. Þau vísuðu í heimildir og voru með aðferðafræði á Powerpoint. Ég stal myndum af netinu og talaði um Svíþjóð í Eurovision. Svo færði ég rök fyrir því af hverju Svíþjóð ætti að afhenda okkur bikarinn frá 1999. Að lokum dansaði ég brot af dansinum við Fångad av en stormvind.

PS. Vissu allir nema ég að Herrey’s bræðurnir sem unnu með Diggi-Loo Diggi-Ley þóttu svo óþolandi ferskir að þeir voru kallaðir “De dansande deodoranterna”? Fliss.

5 thoughts on “Dagur 71

  1. Þitt innlegg hefur greinilega borið af.
    Ég legg hér með inn pöntun um skemmtiatriði á jólunum (með dansi).
    Jú dansandi svitalyktareyðarnir eru alþekktir.

  2. hmmm ég hef ekki heyrt um nafnið, og er þó mikiill aðdáandi Herreys. En þeir voru tótallí ferskir!!

  3. Ég er sammála Völu… ég vil að fyrirlesturinn verði endurtekninn fyrir okkur í Borgartanganum um jólin :D

    • Oh, þið eruð svo erfiðar! Mér finnst samt að ef einhver eigi að vera með skemmtiatriði um jólin þá sé það lærða söngkonan! ;) Við Elísabet getum kannski dillað okkur með bara?

  4. hahahaha mátt halda þennan fyrirlestur hér heima – og létur þau þig ekki hafa bikarinn??

Comments are closed.