Dagur 73

Í gærkvöldi sló ég nýtt persónulegt met í lúðahætti þegar ég stóð í klukkutíma í anddyrinu á stúdentapöbbnum með hinum sænskunemunum, með bjór í hönd, í úlpu og með skólatösku á bakinu. Fólkið var ekki tilbúið að skuldbinda sig til að  vera á pöbbnum nógu lengi til að það borgaði sig að SETJAST Á RASSINN OG FARA ÚR YFIRHÖFNUNUM svona rétt á meðan það sötraði bjórinn sinn. Eftir óhóflegan fjölda kokteilboða síðustu ár þá neita ég að drekka standandi nema ég sé á launum.

One thought on “Dagur 73

  1. Gott hjá þér, það eru nú takmörk fyrir því sem maður lætur hafa sig út í.

Comments are closed.