Dagur 74

Eftir langan og strangan dag af prófalestri var haldið niður í bæ til að halda upp á afmælið hennar Sofie. Kíkt var á huggulegt kaffihús á Gamla Stan, sem átti að vera opið til miðnættis en var lokað uppúr tíu – þar sem afgreiðslufólkið “vildi komast heim til sín”. Engu að síður prýðilegt kvöld með afmælisbarni og nokkrum afmælisgestum úr prógramminu og sænskunáminu þeirra Sofie og Unnar.
Ég var eini karlmaðurinn í boðinu, sem var athyglisverð upplifun. Var neyddur til að biðjast afsökunar á almennu framferði karlmanna um heim allan… tvisvar. Unnur benti á að hlutföllin í afmælisboðinu hefðu verið sex yngismeyjar á hvern karlmann, og ég gæti því ekki kvartað mikið.

Maggi & afmælisbarnið

Maggi & afmælisbarnið

Myndavélin fékk að fljóta með, en var fljótlega gerð upptæk af afmælisbarninu og var því ekkert vitað um myndatökur kvöldsins fyrr en heim var komið.
Dramatískt svarthvít mynd dagsins

Dramatískt svarthvít mynd dagsins

Skemmtilegt kvöld í góðum félagskap með prýðilegum hlutföllum.

5 thoughts on “Dagur 74

  1. Merkilega hátt hlutfall KARLMANNA á mynasýnishornum miðað við hlutfall karla í afmælinu. Hvað segir þetta manni???

Comments are closed.