Dagur 7

Eftir að hafa byrjað daginn á gagnlegu nótunum með kaupum á síðustu skólabókinni (bona fide lögfræðidoðrant) var rölt um Stokkhólm og Hedvig Eleonora kirkjan skoðuð.

Hedvig Eleonora kyrka

Hedvig Eleonora kyrka

Hedvig Eleonora kyrka

Hedvig Eleonora kyrka


Því næst lá leið til Skanstull, þar sem Harpa Sif Eyjólfsdóttir (fundum Íslending í Svíþjóð!) mætti okkur, og gengið meðfram árbakkanum í átt að einu hinna fjölmörgu opnu grænu svæða sem finna má í borginni.
Sáum ýmislegt skemmtilegt á leiðinni:

Sænsk módel-önd

Sænsk módel-önd

Sænsk smáhús

Sænsk smáhús

Jag ska måla hela världen lilla mamma

Jag ska måla hela världen lilla mamma

Bleikur ruslabófi

Bleikur ruslabófi

Unnur og Harpa Sif ræða málefni líðandi stundar

Unnur og Harpa Sif ræða málefni líðandi stundar


Fundum (sennilega) heimsins minnsta kaffihús þar sem við tylltum okkur á nokkra steina, dýfðum tánum í ána og gáfum öndunum smákökubita.

Minnsta kaffihúsið í Stokkhólmi

Minnsta kaffihúsið í Stokkhólmi

Sænsk önd og tærnar á Hörpu Sif

Sænsk önd og tærnar á Hörpu Sif

Don Andelone og sænska anda-mafían

Don Andelone og sænska anda-mafían

Harpa Sif gefur öndunum

Harpa Sif gefur öndunum

Laumaðist til að taka myndir af blómum og fylgjast með sambandi þeirra við býflugurnar (ekki jafn spennandi og látið er af).

Býflugan og blómið

Býflugan og blómið

Eitt eilífðar smáblóm og önd í bakgrunni

Eitt eilífðar smáblóm og önd í bakgrunni

Eitt eilífðar smáblóm og öndin stungin af

Eitt eilífðar smáblóm og öndin stungin af

Yfirgefið smáblóm, engin býfluga

Yfirgefið smáblóm, engin býfluga

Skemmtileg staðreynd skoðun dagsins: leiknir sænskir gamanþættir eru hrikalega hallærislegir.

Myndasafn dagsins:

6 thoughts on “Dagur 7

 1. Gaman að sjá hvað veðrið er gott hjá ykkur og myndirnar eru æði Maggi. Áfram í þessum dúr.

 2. ooooh en yndislegur dagur. já og til hamingju með að finna íslending í svíþjóð, þeir eru vandfundnir ( kladhæðnislegur broskall). Og ég veit ekki hvort Unnur var búin að miðla þessu til þín en ég var búin að vara hana við þessu með leiknu gamanþættina. voða mikið svona, léleg eftirherma af kóngafólkinu að detta á rassinn eða hjóla út í búð og detta í poll-thingy…… ekki gott :-)

 3. En krúttlegt lítið kaffihús :D Æðislega gaman að sjá fullt af skemmtilegum myndum, maður er alveg farinn að pakka í huganum ;)

 4. ahoy! gaman að sjá þið eruð að gera góða hluti í Sverige. Eitthvað segir mér samt að ef að the interwebster væri ekki greiðilega aðgengilegur að þið væruð bara ráfandi um göturnar þarna :P
  Ég verð samt að fá að eyðileggja kaffihúsapælinguna fyrir þér… það er eitt fyrir utan húsið mitt hérna í Vietnam, 2 stólar og einn gamall ellismellur að mixa sterkasta kaffi í heimi. Stólarnir eru alveg worth writing home about, halda óæðri endanum á manni í öruggri hæð (15cm) frá skítnum á götunni. Akkúrat týpan sem Hamsturinn var svo ánægður með í Top Gear Vietnam special hehe
  Hvenær komiði í heimsókn bæðeveij?

 5. arrr var búinn að skrifa helling en auðvitað postaðist það ekki. Örugglega stuck in Vietnam cyberspace for the next 500million years…

  Gaman að sjá að þið eruð að gera góða hluti í Sverige. Eitthvað segir mér samt að ef þið hefðuð ekki greiðlegan aðgang að the interwebster að þið væruð bara að ráfa um göturnar þarna :P Ég verð samt að vera leiðinlegur og eyðileggja pælinguna með minnsta kaffihús heims. Það er eitt fyrir utan húsið mitt hérna, 2 ministólar og einn röflandi ellismellur sem mixar sennilega eitt sterkasta kaffi sem sögur fara af. Stólarnir sjálfir eru reyndar eitthvað alveg worth writing home about, ná að halda óæðri endanum á manni í öruggri hæð (lesist: 15cm) frá skítnum á götunni. Akkúrat týpan sem Hamsturinn var svo ánægður með í Top Gear Vietnam special :P
  …hvenær á að kíkja í heimsókn bæðeveij?

  Vona þið hafið það super gott þarna, berðum í vandi!

Comments are closed.